Velkomin

Um langt skeið höfum við, Edda Kristín og Greipur, komið að skipulagningu menningar- og listviðburða í Reykjavík, á Ísafirði og víðar á Íslandi og utan landsteinanna. Við höfum þekkst vel síðan árið 2000 og unnið saman og í sundur síðan.

Áskrift færir þér gæðamola

Hálfsmánaðarlega frá því í október 2019 höfum við sent áskrifendum okkar persónuleg meðmæli um sérvalda og fjölbreytta mola úr Reykvískri menningu. Öðru hvoru slæðast með molar annarsstaðar frá, jafnvel utan úr geimnum.

Meðmælin ættu að henta öllum þeim sem vilja fylgjast örlítið betur með en eiga erfitt með að átta sig á framboðinu og velja það sem passar hverju sinni.

Gerast áskrifandi

  • Í janúar 2020 birtist viðtal við Eddu og Greip í Morgunblaðinu. Þar segja þau frá tilurð meðmælabréfsins og ræða menningarlífið í Reykjavík og áhuga sinn á því. Viðtalið má lesa í heild hér.

  • Edda og Greipur eru líka á Instagram:

A post shared by Edda og Greipur mæla með (@eddaoggreipur)

Fyrirvari, spurningar og svör

Fréttabréfið Edda og Greipur mæla með er óháð menningarstofnunum og viðburðahöldurum og innihald þess byggir alfarið á smekk, trú og þekkingu höfundanna.

Hvernig er greitt fyrir fréttabréfið, getur maður greitt með krónum?

Forritið Substack sem við notum býður því miður enn ekki upp á að nota íslenskar krónur. Því veljum við að selja áskriftir að fréttabréfinu fyrir evrur.

Til að kynnast forritinu betur og öðrum sem skrifa fréttabréf, smelltu á Substack.com.

Ég er áskrifandi en finn ekki molana í pósthólfinu mínu, hvers vegna ekki?

Athugið að þar sem þetta er póstlisti hýstur erlendis getur verið að póstþjónar áskrifenda flokki fréttabréfið sem „promotion“ eða jafnvel „junk“. Þetta má auðveldlega laga með því að útbúa síu sem hleypir fréttabréfinu í gegn.

Gefa áskrift

Hægt er að gefa vinum og ættingjum áskrift að Edda og Greipur mæla með með auðveldum hætti hér:

Give a gift subscription

Subscribe to Edda og Greipur mæla með

Reykvískir menningarmolar valdir af kostgæfni fyrir áskrifendur.

People

Ísfirðingur. Stjórnandi tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið, fyrrum stjórnandi HönnunarMars, verkefnastjóri hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands og einn stofnenda Aldrei fór ég suður. Ráðlegg nú um upplýsingamál.
Áhugamaður um margt.
Borgarbarn sem elskar náttúru, mat og fólk. Stýrði Sequences myndlistarhátíð og er listrænn stjórnandi Slíjm. Stunda nám í lífrænni ræktun og starfa sjálfstætt.
doktor í líffræði - náttúruvernd, líffræðileg fjölbreytni, skipulag og þróun byggðar - starfa fyrir ríki og borg.